fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
433Sport

Segir að United muni pirra sig á Rashford á næstu vikum

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. mars 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn, þjálfarar og stuðningsmenn Manchester United muni naga sig í handabökin á næstu vikum og mánuðum að sögn goðsagnar félagsins, Dwight Yorke.

Yorke tjáði sig um sóknarmanninn Marcus Rashford sem var lánaður til Aston Villa í janúar og hefur byrjað sinn feril þar mjög vel.

Fyrr í vetur stóðst Rashford engar væntingar á Old Trafford og var tekin ákvörðun um að senda hann annað í byrjun árs.

,,Ég veit að það eru enn 11 leikir eftir en fylgist með. Ástæðan fyrir því að Villa getur blandað sér í þessa baráttu er koma Rashford,“ sagði Yorke.

,,Hann er magnaður. Ég hef verið í fótboltanum í langan tíma og horfi á mig sem leikmann og þessi maður er svo sannarlega leikmaður.“

,,Rashford getur flogið. Ef hausinn er á réttum stað þá getur hann komið öllu af stað og það er útlit fyrir það að hann sé að komast í gang á ný.“

,,Manchester United verður ekki ánægt með það sem það mun sjá á næstu vikum og mánuðum, að fá að sjá hann skína á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu sturlað mark Jóhanns Berg í Sádí Arabíu – Eru yfir gegn Ronaldo og félögum

Sjáðu sturlað mark Jóhanns Berg í Sádí Arabíu – Eru yfir gegn Ronaldo og félögum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísak fullur þakklætis eftir frábæra mánuði – „Gaf manni bara meiri drifkraft til að ná sínum markmiðum“

Ísak fullur þakklætis eftir frábæra mánuði – „Gaf manni bara meiri drifkraft til að ná sínum markmiðum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist enn einu sinni slá á orðrómana

Virðist enn einu sinni slá á orðrómana
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jói Ástvalds fer yfir sviðið og Ísak Bergmann á línunni

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jói Ástvalds fer yfir sviðið og Ísak Bergmann á línunni
433Sport
Í gær

Dómarinn sem kom út úr skápnum settur í bann fyrir að taka kókaín

Dómarinn sem kom út úr skápnum settur í bann fyrir að taka kókaín
433Sport
Í gær

Forseti La Liga sakar City um stórfelld svindl – Segir þá láta fyrirtæki taka á sig kostnað

Forseti La Liga sakar City um stórfelld svindl – Segir þá láta fyrirtæki taka á sig kostnað