Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, hefur nefnt fjóra leikmenn sem henta einfaldlega ekki kerfi Ruben Amorim.
United gæti hreinsað vel til í sínum leikmannahópi næsta sumar en leikmenn liðsins virðast ekki henta Amorim sem kom til félagsins í nóvember.
Sóknarleikur United hefur verið dapur undanfarið sem og varnarleikurinn – það eru fáir leikmenn sem eru að standa fyrir sínu þessa dagana.
Ferdinand telur að allavega fjórir leikmenn eigi ekki heima í byrjunarliðinu ef Amorim ætlar að spila 3-4-3 kerfi sitt til lengri tíma.
,,Nei Zirkzee hentar þessu kerfi ekki… Heldur ekki Mathijs de Ligt, Harry Maguire eða Rasmus Hojlund,“ sagði Ferdinand.
,,Hann þarf að finna þá leikmenn sem henta þessari taktík sem hann vill spila en líkamleg geta er alveg jafn mikilvæg.“