Eins og margir vita þá er Sir Jim Ratcliffe að gera ansi margar breytingar á Old Trafford eftir að hafa eignast hlut í félaginu.
Ratcliffe sér um öll fótboltamál félagsins í dag og hefur látið fjölmarga taka poka sinn á undanförnum mánuðum hvort sem aðilinn starfi í eldhúsinu, í þjálfarateyminu eða annars staðar á bakvið tjöldin.
250 manns voru látnir fara frá United síðasta sumar og er búist við að allt að 150 manns verði látnir fara til viðbótar.
Maður að nafni Wayne Barton er einn af þeim sem fékk sparkið en hann starfaði sem fréttaritari enska félagsins og hafði sinnt því starfi vel í tvö ár.
Barton hefur ásamt því gefið út 20 bækur á sínum fína ferli í fjölmiðlum en hann var ráðinn til starfa á Old Trafford í janúar 2023.
,,Augljóslega þá er ég miður mín að félagið þurfi ekki lengur á mínum starfskröftum að halda, félagið sem ég elska,“ segir Barton á meðal annars.
,,Þetta er stærsta félag landsins og mögulega í heimi. Þessar ákvarðanir hafa áhrif á alvöru fólk, fólk með tilfinningar.“
,,Ég skil það að félagið þurfi að taka erfiðar ákvarðanir og ég hef þurft að sjá á eftir mjög hæfileikaríku fólki yfirgefa sín störf.“
So just over two years in my dream job came to an end today as I became one of the statistics you’ve been reading about in the press associated with United.
For those two years I loved every day of being able to work at Old Trafford, I loved the immense privilege despite it… pic.twitter.com/PLRPIpKSrs
— Wayne Barton (@WayneSBarton) February 26, 2025