Lionel Messi, einn besti ef ekki besti leikmaður sögunnar, viðurkennir það að hann hafi alls ekki notið þess að spila fyrir franska stórliðið Paris Saint-Germain.
Messi var hjá PSG í um tvö ár en hann þurfti að yfirgefa Barcelona þar sem félagið var í fjárhagsvandræðum og gat ekki framlengt samning hans.
Messi er að nálgast fertugt í dag en hann er á mála hjá Inter Miami í bandarísku MLS deildinni.
Messi fékk að spila með leikmönnum eins og Kylian Mbappe og Neymar hjá PSG en naut þess alls ekki að spila fyrir félagið.
,,Ég var neyddur í að yfirgefa Barcelona og var svo í tvö ár í París og ég naut þess alls ekki,“ sagði Messi.
,,Ég var ekki ánægður í daglegu lífi, með leikina, æfingarnar… Það var mjög erfitt að aðlagast þarna.“