Þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta þá eru allar líkur á að Ilkay Gundogan muni skrifa undir nýjan samning við Manchester City.
Gundogan hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili en heilt yfir hefur City alls ekki staðist væntingar.
Pep Guardiola, stjóri City, virðist vilja halda Þjóðverjanum fyrir næsta tímabil sem og Portúgalanum Bernardo Silva.
,,Ég býst við því,“ sagði Guardiola er hann var spurður út í framlengingu Gundogan sem verður samningslaus í sumar.
,,Við þurfum, við þurfum Bernardo… Við þurfum þessa leikmenn,“ bætti Guardiola við.