Ole Gunnar Solskjær ræddi ekkert við Jose Mourinho áður en hann ákvað að taka skrefið til Tyrklands og taka við Besiktas.
Solskjær er fyrrum leikmaður og stjóri United en Mourinho var eins og flestir vita einnig við stjórnvölin þar um tíma.
Mourinho setti sig ekki í samband við Solskjær eftir komuna til Tyrklands en sá fyrrnefndi er á mála hjá Fenerbahce.
,,Ég hef ekki rætt við hann hingað til en við mætum þeim bráðlega,“ sagði Solskjær við Athletic.
,,Ég bera mikla virðingu fyrir Jose og það sem hann hefur gert fyrir fótboltann. Við höfum í raun aldrei fengið okkur sæti og rætt málin því þegar það var möguleiki þá var COVID upp á sitt versta.“
,,Hann var þá hjá Tottenham og ég var hjá Manchester United en bráðlega þá fæ ég að hitta hann hér.“