Bournemouth 1 – 1 Wolves (Bournemouth áfram eftir vítakeppni)
1-0 Evanilson(’30)
1-1 Matheus Cunha(’60)
Bournemouth er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir áhugaverðan leik gegn Wolves sem fór fram í kvöld.
Leikurinn fór alla leið í vítakeppni en staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1.
Matheus Cunha skoraði jöfnunarmark Wolves í þessum leik en fékk einnig rautt spjald undir lok framlengingarinnar.
Matt Doherty og Boubacar Traore klikkuðu á vítaspyrnum Wolves í vítakeppninni og fer Bournemouth áfram í næstu umferð vegna þess.