John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea og goðsögn félagsins, er að fara af stað með sinn eigin hlaðvarpsþátt en hann hefur sjálfur staðfest þær fregnir.
Terry er 44 ára gamall í dag og er dágóður tími síðan hann lagði skóna á hilluna og ætlar nú að feta í fótspor margra fyrrum kollega sinna.
Samkvæmt enskum miðlum verður fyrsti hlaðvarpsþátturinn alvöru sprengja en enginn annar en Jose Mourinho verður gestur.
Mourinho og Terry voru lengi saman hjá Chelsea en sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi.
Fyrrum liðsfélagar Terry eins og Gary Neville, Rio Ferdinand og John Obi Mikel eru allir með sinn eigin hlaðvarpsþátt sem hafa náð vinsældum og vill hann feta í sömu spor.