Benoný Breki Andrésson átti frábæran leik fyrir lið Stockport í dag sem mætti Blackpool í ensku C deildinni.
Benoný var sem fyrr á bekknum hjá Stockport í dag en kom inná sem varamaður í hálfleik er staðan var 0-1 fyrir Blackpool.
Fyrrum KR-ingurinn skoraði tvö mörk eftir innkomuna og tryggði Stockport mikilvægan 2-1 heimasigur.
Stockport er í harðri baráttu um að komast upp í næst efstu deild og er nú í fjórða sæti með 60 stig eftir 34 leiki.
Það eru aðeins fjögur stig í Wycombe sem situr í öðru sætinu en það lið á vissulega leik til góða.