Það eru ekki allir sem kannast við strák sem heitir Mika Biereth en hann er danskur sóknarmaður.
Biereth var á sínum tíma á mála hjá Arsenal en hann var seldur þaðan fyrir aðeins fjórar milljónir punda árið 2024.
Sturm Graz í Austurríki ákvað að taka sénsinn á leikmanninum sem skoraði svo 14 mörk í 25 leikjum fyrir félagið.
Aðeins nokkrum mánuðum seinna var Biereth keyptur í frönsku úrvalsdeildina en hann er nú að spila sitt fyrsta tímabil fyrir Monaco.
Daninn hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína þar en hann hefur nú skorað tíu mörk í aðeins sjö deildarleikjum.
Eftir þessa sjö leiki hefur Biereth skorað þrjár þrennur en hann er aðeins 22 ára gamall og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.