Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segist skammast sín fyrir það sem gengur á hjá félaginu í dag.
Gengi United hefur verið fyrir neðan allar væntingar á þessu tímabili og er liðið í raun nær fallbaráttu en Evrópubaráttu.
Amorim hefur reynt að breyta því eftir komu í nóvember en hans leikkerfi virðist ekki henta leikmönnum liðsins í dag.
Portúgalinn mun eflaust fá næsta tímabil til að sanna það að hann sé mað sem til þarf en frammistaðan á vellinum þarf að batna og þá sem fyrst.
,,Ég skammast mín vegna þess því ef þú horfir á frammistöðuna og okkar lið á ákveðnum tímapunktum… Það er erfitt fyrir mig sem þjálfara að taka margt jákvætt úr þessu,“ sagði Amorim.