Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er ekki viss um að Antony sé með líkamlega getu til að ná hæstu hæðum á Englandi.
Antony var lánaður til Real Betis í janúar eftir martraðardvöl á Old Trafford og hefur minnt verulega á sig á Spáni.
Amorim er ánægður með frammistöðu Brasilíumannsins á Spáni en segir að það sé allt annað að spila í La Liga en í ensku úrvalsdeildinni.
United mun fá Antony til baka í sumar en Betis er ekki með neinn kauprétt á leikmanninum.
,,Við getum rætt um leikmenn eins og Antony sem er að standa sig miklu betur á Spáni, það er mikið sem spilar inn í,“ sagði Amorim.
,,Ég get hins vegar lofað ykkur því að líkamleg geta í deildinni hefur mikið að gera með þetta.“