Raphinha, leikmaður Barcelona, hefur þakkað fyrrum stjóra liðsins, Xavi, fyrir það að hann sé ennþá leikmaður félagsins.
Raphinha íhugaði að yfirgefa Barcelona í fyrra eftir töluverða gagnrýni frá stuðningsmönnum og blaðamönnum en hann stóðst ekki beint væntingar eftir komu frá Leeds.
Brassinn hefur hins vegar verið stórkostlegur á núverandi leiktíð og segir að það sé allt Xavi að þakka sem hefur nú yfirgefið félagið.
,,Það var mikið talað um mína framtíð á síðasta tímabili og að ég væri að fara en Xavi tjáði mér alltaf að hann væri að treysta á mig,“ sagði Raphinha.
,,Ef hann hefði ekki verið stjóri Barcelona þá væri ég ekki í þessari treyju í dag, treyjunni sem mig dreymdi um að spila í.“
,,Það var Xavi sem sannfærði mig um að ef ég myndi leggja nógu hart að mér þá yrði ég mikilvægur leikmaður hjá félaginu.“