Blaðamenn á Ítalíu þurftu að bíða í dágóðan tíma þar til þeir fengu að mynda Annie Kilner sem er eiginkona Kyle Walker, leikmanns AC Milan.
Kilner er nú flutt til Ítalíu ásamt eiginmanni sínum en samband þeirra hefur svo sannarlega verið stormasamt undanfarin ár.
Walker hélt allavega tvívegis framhjá Kilner og eignaðist tvö börn með konu að nafni Lauryn Goodman sem er einnig flutt til Ítalíu.
Goodman ákvað að taka skrefið til Ítalíu svo Walker gæti eytt tíma með börnunum sem fór nokkuð illa í Kilner og það skiljanlega.
Kilner hefur undanfarna daga verið í einhvers konar felum en ljósmyndarar náðu myndum af henni í fyrsta sinn í langan tíma í gær.
Kilner er sögð vera virkilega ósátt með það að Goodman sé einnig flutt til Ítalíu en hún vildi frí frá dramatíkinni og vill geta einbeitt sér að sjálfri sér og hennar fjölskyldu.
Walker og Kilner hafa verið gift frá árinu 2021 en hún hefur þrisvar sinnum sparkað eiginmanninum út úr fjölskylduhúsinu á þeim tíma.
Myndirnar umtöluðu má sjá hér.