Fyrrum undrabarnið Kleberson hefur greint frá því af hverju hann fór til Manchester United árið 2003.
Kleberson var ungur landsliðsmaður Brasilíu á þessum tíma en hann það var goðsögnin Ronaldinho sem sannfærði hann um að semja við United.
Aðal ástæðan fyrir skiptunum var sú að Ronaldinho ætlaði með Kleberson á Old Trafford áður en hann skipti um skoðun.
,,Það voru tvö lið sem höfðu áhuga á mér, Leeds og Manchester United. Það var auðveld ákvörðun en sagan er líka fyndin,“ sagði Kleberson.
,,Þegar ég heyrði af áhuga Manchester United þá var ég með landsliðinu í Frakklandi.“
,,Ég var ásamt Ronaldinho og bróður hans, Assis. Ronaldinho sagði að þeir vildu fá okkur báða og ég sagði: ‘Allt í lagi, förum!’
,,Ég var svo glaður með að hann væri á leiðinni með mér. Ég fór aftur heim og viðræðurnar héldu áfram.“
,,Ronaldinho plataði mig og fór í hitann í Barcelona. Hann sendi mig til Manchester!“