Roy Keane, goðsögn Manchester United, hefur miklar áhyggjur af Marcus Rashford og hvað hann sé að hugsa eftir að hafa samið við Aston Villa.
Rashford er uppalinn hjá United og hefur spilað þar allan sinn feril en hann var lánaður til Villa í janúar.
Keane er ekki sannfærður um að skrefið muni hjálpa sóknarmanninum sem vildi lítið vinna undir Ruben Amorim á Old Trafford.
,,Ef hann er ekki hungraður hjá Manchester United – hversu hungraður er hann hjá Aston Villa?“ sagði Keane.
,,Um leið og þú tapar þessu hungri þá er erfitt að fá það til baka. Þetta er sorglegt en hefur legið í loftinu undanfarið ár eða tvö.“
,,Það byrjaði sérstaklega þegar nýi stjórinn kom inn, það var alveg ljóst að samband þeirra væri ekki gott.“