Aston Villa 2 – 1 Tottenham
1-0 Jacob Ramsey(‘1)
2-0 Morgan Rogers(’64)
2-1 Mathys Tel(’90)
Það er óhætt að segja að starf Ange Postecoglou sé í mikilli hættu þessa stundina en hann er stjóri Tottenham.
Gengi Tottenham í deildinni hefur verið afskaplega slæmt og situr liðið í 14. sætinu í dag.
Tottenham er nú úr leik í báðum bikarkeppnum Englands, deildabikarnum og FA bikarnum eftir tap í kvöld.
Tottenham tapaði nýlega gegn Liverpool í deildabikarnum og lá gegn Aston Villa 2-1 í kvöld.
Mathys Tel, nýr leikmaður Tottenham, skoraði eina mark liðsins í tapinu en það var skorað í uppbótartíma.