Yngsti heimsmeistari sögunnar í pílukasti, Luke Littler, er mikill stuðningsmaður Manchester United og fylgist vel með sínum mönnum.
Littler er aðeins 17 ára gamall en hann er mjög vongóður um framhaldið þó hans menn séu í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Littler gerir sér vonir um titil á tímabilinu en United á enn möguleika á að vinna Evrópudeildina og einnig FA bikarinn.
,,Ef við komumst í Evrópu þá er það góður hlutur en ef ekki þá er það líka góður hlutur,“ sagði Littler.
,,Þið hafið séð lið eins og Chelsea gera mjög vel án þess að spila í Evrópu og ef United kemst ekki þangað þá verður liðið ferskara þar sem við spilum ekki eins marga leiki í miðri viku.“
,,Ég er mjög vongóður þegar kemur að Evrópudeildinni á tímabilinu hins vegar, ég held að við getum unnið hana.“