Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, er eftirsóttur í dag en hann er þjálfari Como í Serie A.
Fabregas átti frábæran feril sem knattspyrnumaður og hefur einnig gert það gott sem knattspyrnustjóri undanfarið.
Spánverjinn kom Como upp í efstu deild á Ítalíu en hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2028.
Fabregas er nú orðaður við þýska félagið Stuttgart en Sebastian Hoeness hefur gert flotta hluti með liðið.
Hoeness er hins vegar talinn vera á óskalista annarra liða í Þýskalandi en nefna má Bayer Leverkusen og RB Leipzig.
Leverkusen býst við að missa Xabi Alonso næsta sumar en hann vann deildina með liðinu mjög óvænt síðasta vetur.
Stuttgart hefur mikinn áhuga á Fabregas ef Hoeness ákveður að taka annað skref sem væri stórt skref upp á við fyrir þann spænska.