William Gallas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur látið út úr sér ansi umdeild ummæli varðandi stöðu félagsins í dag og stöðu stuðningsmanna.
Gallas er á því máli að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fái að finna fyrir því ef liðinu mistekst að vinna titil á þessu tímabili.
Arsenal getur enn unnið Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina en flestir stuðningsmenn vildu sjá félagið kaupa inn sóknarmann í janúar sem gerðist ekki.
,,Eins og staðan er þá hef ég trú á því að Arsenal geti unnið titilinn því þeir þurfa að hafa trú á því,“ sagði Gallas.
,,Ef þú ert stuðningsmaður þá þarftu að hafa trú út tímabilið, ef Arsenal vinnur ekki neitt á tímabilinu þá nota þeir það sem afsökun.“
,,Liðið er ennþá í titilbaráttunni og allt er í lagi en ef það breytist þá held ég að sumir stuðningsmenn muni missa vitið og finna einhvern sem þeir geta skellt skömminni á fyrir það að kaupa ekki framherja.“
,,Ég held að margir af þeim séu einfaldlega að bíða eftir því að geta látið Arteta heyra það. Að koma sínum tilfinningum á framfæri varðandi það vandamál.“