Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur staðfest það að félagið ætli að fá Mathys Tyl endanlega til sín frá Bayern Munchen.
Tyl er afskaplega efnilegur sóknarmaður en hann er 19 ára gamall og kom á láni frá Bayern Munchen á dögunum.
Ange ætlar að halda leikmanninum til lengri tíma en hann tjáði sig eftir 4-0 tap gegn Liverpool á fimmtudaginn.
,,Hann verður leikmaður Tottenham, vinur. Hann verður leikmaður Tottenham,“ sagði Ange eftir leikinn.
,,Ég held að hann muni sýna það á næstu sex mánuðum að hann verði leikmaður Tottenham. Ég var ekki að fá hann inn í hálft tímabil.“