Það vakti athygli þegar Mason Greenwood, leikmaður Marseille, var ekki mættur á æfingu hjá Marseille á föstudag.
Greenwood er ansi umdeildur leikmaður og einnig persóna en hann er fyrrum undrabarn Manchester United.
Margir veltu því fyrir sér af hverju Greenwood væri ekki á æfingasvæðinu á föstudag en RMC fer yfir málið.
Tekið er fram að Greenwood sé ekki meiddur og að persónulegar ástæður hafi komið í veg fyrir hans þátttöku.
Greenwood hefur verið einn besti leikmaður Ligue 1 á tímabilinu og verður líklega til taks gegn Angers á morgun.