Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, verður líklega frá í langan tíma vegna meiðsla en Athletic greinir frá.
Um er að ræða mjög mikilvægan leikmann Arsenal en hann er 23 ára gamall og kemur frá Brasilíu.
Martinelli meiddist fyrir helgi í 2-0 tapi gegn Newcastle í enska deildabikarnum og er útlitið ekki gott.
Samkvæmt Athletic verður Martinelli frá í allt að mánuð sem eru afskaplega slæmar fréttir fyrir enska stórliðið.
Þeir Bukayo Saka og Gabriel Jesus eru einnig frá vegna meiðsla og eru möguleikar Mikel Arteta í sókninni að verða minni með tímanum.