Patrick Pedersen fór á kostum fyrir lið Vals í dag sem spilaði við Fjölni í Lengjubikarnum sem er nú hafinn.
Patrick skoraði þrennu í öruggum sigri á Fjölni en Valsmenn voru að spila sinn fyrsta leik og byrja bikarinn svo sannarlega vel.
Breiðablik gerði ekki eins vel og Valur en liðið gerði jafntefli við Fylki – markaskorarar úr þeim leik birtast seinna.
ÍA og Vestri gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik og þá vann Stjarnan sigur á ÍBV þar sem tvenna Olivers Heiðarssonar dugði ekki til fyrir Eyjamenn.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
Valur 4 – 0 Fjölnir
1-0 Patrick Pedersen
2-0 Patrick Pedersen
3-0 Patrick Perdersen
4-0 Kristján Oddur Kristjánsson
Breiðablik 1 – 1 Fylkir
ÍA 2 – 2 Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic
1-1 Tobias Sandberg
1-2 Vladimir Tufegdzic
2-2 Jón Gísli Eyland Gíslason
Fram 3 – 1 Völsungur
1-0 Magnús Þórðarson
2-0 Davíð Örn Aðalsteinsson(sjálfsmark)
3-0 Alex Freyr Elísson
3-1 Elfar Árni Aðalsteinsson
Stjarnan 3-2 ÍBV
0-1 Oliver Heiðarsson
1-1 Emil Atlason
1-2 Oliver Heiðarsson
2-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason
3-2 Örvar Eggertsson
Þróttur R. 3 – 2 Grindavík
Afturelding 4 – 0 Þór
Dalvík/Reynir 2 – 1 Tindastóll