fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“

433
Laugardaginn 8. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Það var farið yfir síðustu leiktíð hjá Val, en liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar, náði Evrópusæti en var 18 stigum frá toppliði Breiðabliks. Þá var Arnar Grétarsson rekinn úr starfi þjálfara á miðju tímabili og Srdjan Tufegdzic, Túfa, tók við.

video
play-sharp-fill

„Þegar við förum að sjá það að við eigum ekki lengur möguleika á titlinum fer þetta að súrna, bara hjá öllum. Við förum að tapa leikjum og pirra okkur á hlutunum, vorkenna sjálfum okkur sem á ekkert að gerast. Það er erfitt fyrir þá sem stjórna klúbbnum að losa allt liðið. Þá liggur beinast við að breytingin verði á þjálfarateyminu. Stundum virkar það, stundum ekki,“ sagði Aron um þjálfaraskiptin.

Það er ekki hægt að segja að gengi Vals hafi batnað eftir að Túfa tók við.

„Liðið var bara í slæmu standi þegar Túfa kom inn, margir meiddir og einhver deyfð yfir þessu. Of margir sjálfstraustslausir. Maður sér endalaust að þegar það kemur nýr þjálfari rífa menn sig í gang í nokkra leiki en svo fórum við bara aftur í sama farið og með Adda,“ sagði Aron.

„Mér finnst aldrei gaman þegar þjálfari er rekinn. Við upplifum að það sé okkur að kenna og maður tekur mikla ábyrgð á því og þykir það leiðinlegt. Þjálfarinn er rekinn því við erum ekki að standa okkur. En þetta er samspil margra þátta.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ
Hide picture