Félög í ensku úrvalsdeildinni leggja það til að bæði félagaskiptaglugginn að sumri og í janúar verði styttur.
Telegraph fjallar um málið en þar segir að yfirmenn knattspyrnumála hjá félögunum hafi fundað um málið.
Vilja þeir stytta gluggann um sumarið þannig að hann loki þegar tímabilið fer af stað, í janúar á hann svo bara að vera opinn í tvær vikur.
Telja þeir að þetta hjálpi þjálfurum liðanna sem verða fyrir truflun þegar glugginn er opið og allt getur gerst.
Var málið sett í hendurnar á eigendum félaganna sem munu ákveða næstu skref. Enska úrvalsdeildin stytti sumargluggann árið 2018 og 2019 á þessa leið en ekki voru allir sáttir við það.
Það gaf félögum í Evrópu yfirhöndina gegn þeim ensku, þau gátu farið fram á hærra verð og gátu svo kroppað í leikmenn þegar bara glugginn á Englandi var lokaður.