Mathys Tel gekk í raðir Tottenham á láni í janúar en svo virðist sem franski framherjinn vilji ekki stoppa þar lengi.
Christian Falk blaðamaður í Þýskalandi segir að Tel vilji hins vegar fara til Manchester United í sumar.
Bayern vildi ekki lána Tel til United en náði samkomulagi við Tottenham um að taka Tel á láni.
Tel er öflugur sóknarmaður en hann vill fara til United en óvíst er hvort enska félagið verði reiðubúið að festa kaup á honum.
Tel er aðeins 19 ára gamall en hann kom til Bayern árið 2022 en hefur ekki fest sig í sessi þar.
🚨 Mathys Tel would still like to join #mufc this summer, if possible. [@cfbayern] pic.twitter.com/QjY6ozWSw8
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) February 7, 2025