Það var hart barist á Anfield í gær þegar Liverpool og Tottenham áttust við í undanúrslitum enska deildarbikarsins.
Atvik í fyrri hálfleik vakti talsverða athygli en þar voru Virgil van Dijk og Richarlison að kljást.
Nokkur rígur er þar á milli eftir að Richarlison var í Everton.
Richarlison féll til jarðar í leiknum, Van Dijk bauðst til að hjálpa honum upp en hætti snögglega við og lét Richarlison sitja eftir.
Framherjinn frá Brasilíu kunni illa að meta þetta látbragð frá hollenska varnarmanninum og sakaði hann um skítlegt eðli.
Atvikið er í myndum hér að neðan.