Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, er gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is, sem er kominn út. Eins og alltaf hafa Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson umsjón með þættinum.
Það er farið um víðan völl í þættinum en einbeitingin auðvitað á Hlíðarenda. Vonbrigði síðasta tímabils, þjálfaraskipti, framhaldið, vonir og væntingar og miklu fleira er tekið fyrir í þættinum.
Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum, eða hlusta á hann hér neðar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.