Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það var aðeins komið inn á fyrirkomulag Bestu deildarinnar í þættinum. Eins og flestir vita eru tólf lið í deildinni, þeim skipt upp í tvo hluta þegar allir hafa spilað við alla tvisvar og þá fer fram ein umferð, sex lið í hvorum hluta.
Aron er heilt yfir sáttur með fyrirkomulagið en hefur fundist dreifing leikja furðuleg á köflum. Það sé til að mynda spilað lítið yfir hásumarið.
„Fyrir lið sem eru ekki í Evrópu geta júní og júlí verið fáránlegir. Þetta er eiginlega galið í alla staði. Í hitt í fyrra þegar við vorum ekki í Evrópu spiluðum við 2-3 leiki á 60 daga kafla,“ sagði Aron.
„Það þarf einhvern veginn að finna lausn fyrir liðin sem eru ekki í Evrópu, hvort sem það þurfi að færa bikarleiki eða eitthvað.“
Umræðan í heild er í spilaranum.