Virgil van Dijk skoraði eitt marka Liverpool í 4-0 stórsigri á Tottenham í enska deildabikarnum í gær.
Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum enska deildabikarsins. Tottenham vann fyrri leikinn 1-0 en var skellt í gær.
Eftir mark Van Dijk er hann kominn með 26 mörk í heild síðan hann kom til Liverpool í janúar 2018.
Það eru fleiri mörk en nokkur varnarmaður í ensku úrvalsdeildinni er með á þeim tíma.
Framtíð Van Dijk hjá Liverpool hefur verið í umræðunni undanfarið, en samningur hans rennur út í sumar.
26 – Since making his Liverpool debut in January 2018, Virgil van Dijk has more goals in all competitions than any other Premier League defender (26). Colossus. pic.twitter.com/0T9KIPOoz8
— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2025