fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. febrúar 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töfrar enska bikarsins halda áfram í kvöld en Manchester United og Leicester ríða á vaðið, Ruud van Nistelrooy stjóri Leicester mætir á sinn gamla heimavöll.

Nistelrooy hóf tímabilið sem aðstoðarþjálfari Erik ten Hag hjá United, þegar Ten Hag var rekinn tók Nistelrooy tímabundið við liðinu.

Ruben Amorim var svo mættur á svæðið til að taka við en hann vildi ekki hafa Nistelrooy í teyminu sínu og var sá hollenski því rekinn.

„Þetta var ekki erfið staða, ég vildi hafa mitt teymi með mér. Fólkið sem kom mér hingað, ég vildi vinna með þeim, Nistelrooy skildi það,“ sagði Amorim.

„Ég hefði getað haldið Ruud því það var vinsæl ákvörðun en ég vel ekki Ruud frekar en mína starfsmenn. Ég hefði því þurft að hafa hann sem einhvern aukaleikara, það var ekki sanngjarnt gagnvart Ruud.“

„Til að sýna honum virðingu þá ræddi ég þetta við hann, ég kem ekki illa fram við goðsögn hjá félaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim til í að falla á eigið sverð nú þegar hann tekur áhættur

Amorim til í að falla á eigið sverð nú þegar hann tekur áhættur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kynnti ‘Mission 21’ hjá Manchester United á dögunum – Gefur sér þrjú ár til að klára það

Kynnti ‘Mission 21’ hjá Manchester United á dögunum – Gefur sér þrjú ár til að klára það