Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ræddi við fréttamenn um brottför Marcus Rashford á dögunum.
Eftir að Amorim tók við United síðla hausts henti hann Rashford út úr hópnum og fór ekki leynt með að hann hefði ekki áhuga á að nota hann.
Rashford yfirgaf því Old Trafford og fór á láni til Aston Villa með kaupmöguleika.
„Ég gat ekki fengið Marcus til að sjá hvernig þú átt að spila og æfa undir minni stjórn,“ sagði Amorim um málið.
„Stundum eru leikmenn mjög góðir með einum þjálfara og öðruvísi með öðrum þjálfara. Ég vona að Rashford og Unai Emery gangi vel saman. Þeir geta það því hann er mjög góður leikmaður.“