fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. febrúar 2025 11:30

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Orri Þorkelsson nýr leikmaður Víkings meiddist eftir sex mínútna leik í frumraun sinni með með félaginu í gær. Liðið vann þá 2-0 sigur á HK í fyrstu umferð Lengjubikarsins.

Róbert Orri kom til Víkings eftir nokkra ára dvöl í atvinnumennsku en nú er ljóst að hann missir af næstu vikum.

„Þetta var tognun aftan í læri, líklega grade 1 tognun. Það eru yfirleitt um fjórar vikur en það á eftir að mynda þetta. Panathinaikos verkefnið er úr sögunni,“ sagði Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi í samtali við 433.is

Róbert Orri er örvfættur miðvörður sem var nálægt því að semja við lið erlendis áður en hann kom heim en hann valdi Víking eftir samtöl við nokkur félög.

Víkingur heldur í verkefnið gegn Panathinaikos á þriðjudag í næstu viku en liðið leikur heimaleik sinn í Helsinki næsta fimmtudag og útileikinn í Grikklandi viku síðar. Sigurliðið kemst í 16 liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Talan þrettán eltir Amorim í starfi á Old Trafford

Talan þrettán eltir Amorim í starfi á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirgaf úrvalsdeildarliðið og er mættur aftur til Tyrklands

Yfirgaf úrvalsdeildarliðið og er mættur aftur til Tyrklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Aðeins Guardiola og Klopp gert betur

Aðeins Guardiola og Klopp gert betur
433Sport
Í gær

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“