Mario Lemina er kominn aftur til tyrkneska stórliðsins Galatasaray frá enska úrvalsdeildarliðinu Wolves.
Lemina, sem er 31 árs gamall miðjumaður, skrifar undir eins og hálfs árs samning við Galatasaray, sem greiðir tæpar 3 milljónir punda fyrir hann. Glugginn er enn opinn í Tyrklandi þó hann sé lokaður í flestum löndum.
Lemina hafði verið hjá Wolves síðan í janúar 2023, en hann hefur einnig leikið með Southampton og Fulham á Englandi.
Lamina lék einnig með Galatasaray á láni frá Southampton tímabilið 2019-2020.
✍️ Mario Lemina, Galatasaray’da! 💛❤️ pic.twitter.com/u3LgAigngW
— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) February 5, 2025