Brighton og Bröndby hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Clement Bischoff, leikmanni síðarnefnda félagsins. The Athletic greinir frá.
Bischoff er 19 ára gamall og mikið efni. Hann fer til Brighton í sumar og greiðir enska félagið 6,6 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Þá hefur leikmaðurinn samið við enska úrvalsdeildarfélagið til fimm ára.
Bischoff, sem getur spilað úti á kanti og í vinstri bakverði, er lykilmaður í liði Bröndby þrátt fyrir ungan aldur.
Hann er kominn með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Bischoff er U-21 árs landsliðsmaður Danmerkur.