Kirian Rodriguez leikmaður Las Palmas á Spáni hefur á nýjan leik greinst með krabbamein og þarf að stíga til hliðar á meðan hann fer í baráttuna við meinið.
Kirian greindist með krabbamein árið 2022 og missti út átta mánuði með félaginu vegna eitilfrumukrabbameins.
Hann mætti aftur á völlinn í apríl árið 2023 en meinið hefur látið sjá sig á nýjan leik.
„Ég vil þakka öllum hjá félaginu, þeir hafa verið mér mjög mikilvægir,“ sagði Kirian á fréttamannafundi í dag.
„Ég fékk þær fréttir í gær að ég væri aftur með krabbamein, ég stíg því til hliðar og fer í lyfjameðferð til að berjast við veikindin.“
Eitilfrumukrabbamein er algengt og getur verið mjög hættulegt, þó eru batalíkur ansi góðar með svona mein.