fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 20:00

Kirian Rodriguez í leik gegn Jude Bellingham Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirian Rodriguez leikmaður Las Palmas á Spáni hefur á nýjan leik greinst með krabbamein og þarf að stíga til hliðar á meðan hann fer í baráttuna við meinið.

Kirian greindist með krabbamein árið 2022 og missti út átta mánuði með félaginu vegna eitilfrumukrabbameins.

Hann mætti aftur á völlinn í apríl árið 2023 en meinið hefur látið sjá sig á nýjan leik.

„Ég vil þakka öllum hjá félaginu, þeir hafa verið mér mjög mikilvægir,“ sagði Kirian á fréttamannafundi í dag.

„Ég fékk þær fréttir í gær að ég væri aftur með krabbamein, ég stíg því til hliðar og fer í lyfjameðferð til að berjast við veikindin.“

Eitilfrumukrabbamein er algengt og getur verið mjög hættulegt, þó eru batalíkur ansi góðar með svona mein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð