fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 20:30

Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skattayfirvöld á Íslandi gætu brátt farið í hart við íþróttahreyfinguna en leiðbeiningar um hvernig standa skal skil á greiðslum og gjöldum var gefið út á síðasta ári.

Nokkuð kurr er í hreyfingunni en að stærstum hluta snýst málið um að greiðslur til leikmanna og þjálfara eru oftast verktakagreiðslur en skatturinn telur að borga eigi launin sem hefðbundnar launagreiðslur.

Í mörg ár hefur það tíðkast að íþróttafólk sem fær greitt fyrir starf sitt fái það greitt sem verktaki.

Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA blandar sér í málið með pistli á Facebook. Hann er ekki einn af þeim sem óttast þær kröfur sem Skatturinn gerir á íþróttahreyfinguna.

„Mig langar aðeins að blanda mér inn í umræðu um skattamál íþróttafélaga. Ég hef lifað og hrærst í íþróttahreyfingunni í alltof mörg ár og starfað sem framkvæmdastjóri þar síðan 2012. Umræðan um þessi mál hefur farið á flug eftir bréf frá skattayfirvöldum í lok síðasta árs og sumar fyrirsagnirnar hafa verið þannig að þetta muni gera útaf við íþróttafélögin. Byrjum á byrjuninni. Í umræddu bréfi skattsins kemur eftirfarandi fram „Af hálfu skattyfirvalda hefur legið fyrir um langt skeið og almennt gengið út frá að íþróttamenn sem þiggja einhverjar greiðslur frá íþróttafélagi eða fyrir milligöngu þess teljast í skilningi skattalaga launþegar en ekki verktakar. Almennt séð gilda sömu sjónarmið um þjálfara sem þiggja slíkar greiðslur.“ Frá árinu 2004 hefur íþróttahreyfingunni verið ráðlagt á þennan hátt samkvæmt leiðbeiningum RSK um skattskyldu íþróttafélaga þannig að þetta er alls ekki eitthvað sem ætti að vera að koma mönnum á óvart. Þessar leiðbeiningar voru svo uppfærðar í upphafi ársins 2024 og það hefur komið þessari umræðu af stað,“ skrifar Sævar í upphafi um málið.

Sævar segir að stærstur hluti fari ekki eftir þessum reglum. „ Meirihluti íþróttahreyfingarinnar hefur hins vegar ekki farið eftir þessum leiðbeiningum og greitt starfsfólki sínu sem verktökum og má alveg færa rök fyrir því að launþegasambandið eigi ekkert sérstaklega vel við um íþróttafólk. Þegar skoðað er í grunninn hvernig starfssamband íþróttafólks og íþróttafélags er þá má segja að meirihluti þess eigi frekar við um launþegasamband heldur en verktaka, en sannalega er þetta ekki klippt og skorið. Sem dæmi þá hefur hið opinbera sjálft greitt starfsmönnum HÍ og fleiri staða fyrir stundakennslu eða störf sem mætti skilgreina á sama hátt og hlutverk íþróttamannsins/þjálfarans er verk sem eru unnin á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þarna hefur hið opinbera skilgreint þetta sjálft sem verktakasamband og því kannski eðlilegt að íþróttahreyfingin geri slíkt hið sama og fari að fordæmi ríkisins þar.“

Sævar dregur svo fram nokkra punkta sem eru eftirfaranddi:
Mig langar aðeins að fara yfir nokkra punkta sem hafa verið háværir en halda samt ekkert endilega vatni þegar rýnt er nánar í þá.
• Talað er um að íþróttamenn geti ekki verið launþegar því íþróttamenn ganga nú kaupum og sölu. Mikið rétt, ég á hins vegar enn erfiðara með að skilja hvernig íþróttafélag getur eignfært leikmann í bókhaldi og síðan selt hann ef hann er verktaki hjá félaginu en ekki launþegi. Tæknilega getur þú ekki sett eignarhald á neitt sem tilheyrir verktaka út í bæ.
• Íþróttamaður getur ekki verið launþegi því hann fær ekki sumarfrí. Hér má ekki blanda saman sumarfríi og orlofsrétt. Allir íþróttamenn fá sinn orlofsrétt, flestir taka sér meira að segja frí yfir sumarið, knattspyrnan er hins vegar þannig að menn fá yfir árið sínar 4-5 vikur í orlofsrétt eins og er og því gegnur það alveg upp. Orlofsréttinn er hægt að semja um, þ.e.a.s hvenær menn taka sér frí.
• Íþróttahreyfingin fer á hausinn ef þetta verður að veruleika að allir verða að vera launþegar. Skil ekki þessa fullyrðingu og ég skal aðeins færa rök fyrir því. Árið 2023 þá voru tekjur 15 efstu knattspyrnuliðana á Íslandi (bara rekstur knattspyrnu ekki aðrar greinar) 5.330.042.602 kr samkvæmt ársreikningum félaganna. Rúmir fimm milljarðar sem er eingöngu í knattspyrnunni og ég geri mér grein fyrir því að þetta er stór hluti en sennilega helypur velta íþróttahreyfingarinnar á einhverjum tugum milljarða ef allt er tekið saman. Af þessum 5,3 milljörðum les ég það út að laun/launat gjöld hafi verið rúmir 4,1 milljarðar sem er um 77% af veltu sem er á pari við það sem við sjáum út í heimi. Vissulega verður kostnaður við það að gera upp skatta og gjöld og keyra launabókhald en að það setji íþróttahreyfinguna á hausinn er í besta falli hjákátlegt. Það að launaliðurinn sé kominn yfir 4 milljarða hlýtur að sína fram á að það er til peningur til þess að gera þetta rétt. Gefum okkur að stórt félag sem er með 150-200 starfsmenn. Þar áætla ég að hægt sé að semja við bókhaldsfyrirtæki sem sér um launakeyrsluna fyrir 500.000 per mán eða sem nemur 6.000.000 kr per ár. Smáaurar í þessu samhengi miðað við veltu félaganna. Það sem er hins vegar kostnaður sem fellur til, eru launat. gjöldin, en hver segir að þau þurfi að koma ofan á launin? Ef við borgum 500.000 kr í dag sem verktakalaun, verðum við þá ekki bara að borga 380.000 sem launþega og borga launat gjöldin. Þá er kostnaður félagsins sá sami og íþróttafélagið hefur ekki tekið á sig neinn auka kostnað. Það er bara búið að gera upp þá skatta og skyldur sem verktakinn á sjálfur að gera og verktakinn er með nánast sömu laun og hann er með sem verktaki ef hann gerir upp sína skatta.

Raunin er sú að íþróttahreyfingin er orðinn gríðarlegur iðnaður sem veltir samkvæmt minni vitund yfir 30 milljarða á ári. Það er samt mjög erfitt að setja íþróttahreyfinguna undir sama hatt og flest fyrirtæki í landinu þar sem öll íþróttafélög eru almennaheillafélög og hafa í grunninn þann eina tilganga að efla samfélgið okkar. Enginn heldur á eignahluta í íþróttafélagi og greiðir sér út hagnað ef vel gengur, sem væri raunin ef þú værir að reka fyrirtæki út í bæ.
Það er hárrétt að meirihluti íþróttafélag er að berjast í bökkum og myndu einfaldlega ekki ganga upp án aðkomu gríðarlegs fjölda sjálfboðaliða. Í þessu 15 félaga úrtaki sem ég miða við hérna að ofan þá voru 10/15 þeirra rekin með tapi á árinu 2023, þannig að það er hárrétt sem hefur komið fram að baráttan fyrir því að halda núllinu er þræl erfið.

Umræðan sem er í gangi núna er af hinu góða. Það þarf að finna og setja saman leikreglur sem ná utan um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, eðlilegt er að sá iðnaður/starfsemi sem er farin að borga leikmönnum/þjálfurum háar launagreiðslur borgi skatta og skyldur til samfélagsins eins og aðrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að setja saman leikreglur sem virka fyrir íþróttahreyfinguna því rekstur íþróttafélaga á alls ekki heima undir kjarasamningum sem við þekkjum í dag. Það þarf líka að tryggja að slíkum leikreglum fylgi ekki þær kvaðir að reksturinn ráði ekki við það. Það er á sama tíma mikilvægt að þessar leikreglur séu skýrar þannig að við sem störfum í íþróttahreyfingunni og erum að keppa inn á vellinum þar sem við förum eftir leikrelgum leiksins séum líka að gera það í bókhaldi félaganna.
Að lokum þá held ég að öllum sé ljóst að innan íþróttahreyfingarinnar er sum staðar pottur brotinn er kemur að þessu málum, en trúið mér að það eru engir forsvarsmenn innan íþróttahreyfingarinnar sem eru ekki að gera sitt besta til að láta enda ná saman hjá sínu félagi, vitneskjan um reksturinn og skuldbindingar forráðamanna er ekki alltaf öllum stjórnarmönnum ljós. Margir sem taka að sér slíka sjálboðaliðastörf gera sér ekki grein fyrir að vanræksla á skyldum sem hvíla á íþróttafélögum getur borið refsiábyrgð jafnt og í almennum hlutafélögum og getur sú kvöð vissulega haft áhrif á framboð sjálfboðaliða innan hreyfingarinnar.

Vonandi verður umræðan nú til þess að forysta íþróttahreyfingarnnar í samvinnu við löggjafann setjist nú niður og semji leikreglur fyrir íþróttahreyfinguna þar sem leikreglurnar verði skýrar og styðji við rekstur íþróttafélaganna. Fordæmin eru oft í löndunum í kringum okkur og því þarf ekkert endilega að finna upp hjólið en iðnaðurinn okkar er svo sannarlega búinn að vaxa það mikið undanfarin ár að nauðsynlegt er að setja einhvern ramma sem allir vinna eftir.
Ps mynd fyrir athygli, hún er ekki úr einkasafni…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð