Enginn hefur búið til fleiri færi fyrir liðsfélaga sína í stærstu fimm deildum Evrópu undanfarna tvo mánuði en Cole Palmer, leikmaður Chelsea. Það hefur þó ekki borgað sig.
OptaJoe tekur þetta saman, en síðan býður gjarnan upp á skemmtilega tölfræðimola. Þar kemur fram að Palmer, sem hefur slegið í gegn með Chelsea frá því hann kom frá Manchester City fyrir síðustu leiktíð, hafi búið til 32 færi síðan 4. desember, meira en nokkur annar í stóru deildunum.
Það merkilega er þó að Palmer á ekki eina stoðsendingu á þessum tíma. Það hefur semsagt ekki einn liðsfélagi gert sér mat úr færasköpun Palmer.
Palmer má því alveg vera ósáttur við liðsfélaga sína, þar sem tölfræði hans gæti án efa litið betur út.
32 – Since 4 December, Cole Palmer has created the most chances of any player in Europe's big-five leagues (32). Despite that, none of those chances have been converted by his teammates and he has zero assists in that time. Juxtaposition. pic.twitter.com/uOJNtthvmS
— OptaJoe (@OptaJoe) February 4, 2025