Manchester United hefur staðfest að Lisandro Martinez hafi slitið krossband í tapinu gegn Crystal Palace um síðustu helgi.
Það er ljóst að tímabilinu er lokið hjá þessum argentíska varnarmanni, sem hefur verið í stóru hlutverki hjá United frá því hann kom 2022 en verið gjarn á að meiðast.
„Það er enn verið að meta meiðslin til að sjá hvernig er best að meðhöndla þau og finna út hvað endurhæfingin tekur langan tíma,“ segir meðal annars í tilkynningu United.
We can confirm that @LisandrMartinez suffered an injury to his cruciate ligament in Sunday’s game against Crystal Palace.
Wishing you a speedy recovery, Licha ❤️#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) February 6, 2025