fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 08:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir það rangt að Mathys Tel, sem gekk í raðir félagsins á dögunum, hafi upphaflega hafnað því að koma.

Tel, sem er 19 ára gamall sóknarmaður, kom til Totttenham á gluggadeginum á láni frá Bayern Munchen út leiktíðina. Enska félagið getur svo keypt hann í sumar á 46 milljónir punda.

Aðeins nokkrum dögum áður en Tel gekk í raðir Tottenham var mikið fjallað um að hann hafi hafnað því að ganga í raðir félagsins, þrátt fyrir að það hafi náð samkomulagi við Bayern.

Getty Images

„Fólk þarf að skilja að við erum að tala um 19 ára gamlan strák sem var að taka stóra ákvörðun fyrir feril sinn. Hann hafnaði okkur ekki frekar en neinum öðrum. Hann vildi bara vera öruggur í sinni ákvörðun,“ segir Postecoglou hins vegar.

„Ég er viss um að hugur hans er 100 prósent á verkefninu hér því hann tók sér tíma í að taka ákvörðun. Hann hafði aðra kosti svo það sannfærir mig að hann hafi valið að koma hingað.“

Tottenham hefur átt skelfilegt tímabil hingað til, er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 10 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rýfur þögnina eftir að hafa losnað frá Manchester United

Rýfur þögnina eftir að hafa losnað frá Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fegursta knattspyrnukona í heimi semur við undirfatafyrirtæki – Myndirnar vekja gríðarlega athygli

Fegursta knattspyrnukona í heimi semur við undirfatafyrirtæki – Myndirnar vekja gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Í gær

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara