fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Blindfullur á bílnum og viðurkennir það

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 19:00

Depay t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Memphis Depay fyrrum leikmaður Barcelona, Manchester United og fleiri liða hefur beðist afsökunar á því að hafa keyrt fullur í Mónakó á síðasta ári.

Depay var stoppaður á Rolls Royce bifreið sinni síðasta sumar, hafði hann setið á veitingastað og fengið sér í glas.

Hann ákvað að keyra heim en var gómaður, hann var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða rúma milljón í sekt.

„Ég vil biðjast afsökunar á hegðun minni,“ segir Depay eftir að dómur í máli hans féll.

„Ég gerði mistök, ég keyrði heim eftir að hafa fengið mér í glas á veitingastað. Ég hefði átt að taka leigubíl en gerði það ekki.“

„Ég vil því biðjast afsökunar, ég tek fulla ábyrgð á þessu. 2024 var árið til að læra af mistökum, ég geri það. Ég geri betur árið 2025.“

Depay er frá Hollandi og hefur átt farsælan feril en hann þénar um 30 milljónir á viku hjá Corinthians í Brasilíu í dag en hann samdi við félagið síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð