Ruben Amorim stjóri Manchester United segist meðvitaður um þá áhættu sem hann tók með því að láta Marcus Rashford og ekki fylla hans skarð.
Amorim hafði ekki snefil af áhuga á því að nota Rashford en sóknarlína United er þunnskipuð.
„Ég vissi þegar ég fór í þessa starfsgrein að ég þyrfti að taka áhættu til að ná árangi. Ég kom hingað og tók við liðinu, skoðaði prógramið og skoðaði liðið. Það var mín ákvörðun og það er áhætta fyrir þjálfara að gera það um mitt mót og fá ekki inn nýja leikmenn,“ sagði Amorim.
„Ég er með mína hugmyndafræði á hreinu, hvað ég vil gera og ég tek áhættur því ég veit að þær munu borga sig. Ég er ekki bjáni, ég veit að þessi bransi snýst um úrslit og við erum á slæmum kafla þar.“
Amorim telur að félagið sé tilbúið í þá vegferð að fara í breytingar.
„Mér finnst félagið vilja taka sér tíma, við vitum að liðið þarf að bæta leik sinn. Við sjáum til hvað við gerum í sumar, við förum varlega í öll kaup því félagið hefur gert mörg mistök í fortíðinni.“