Eddie Howe virðist vera með hreðjartak á Mikel Arteta, en Newcastle liðið hans Howe vann Arteta og Arsenal enn einu sinni í gær.
Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum enska deildabikarsins. Fyrri leikurinn í London fór 2-0 fyrir Newcastle og niðurstaðan varð sú sama í gær. Norðanmenn fara því í úrslitaleikinn.
Þetta var í fimmta sinn sem Arsenal tapar fyrir Howe undir stjórn Arteta. Athygli er nú vakin á því að aðeins Pep Guardiola, stjóri Manchester City, og Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, hafa unnið Skytturnar og Arteta oftar.
Guardiola hefur unnið Arteta níu sinnum og Klopp sex sinnum.
5 – This is the fifth time Arsenal have lost to Eddie Howe's Newcastle in all competitions under Mikel Arteta; only Pep Guardiola (9) and Jürgen Klopp (6) have beaten the Spaniard more in his time in charge of the Gunners. Thorn. pic.twitter.com/F1igKE04OX
— OptaJoe (@OptaJoe) February 5, 2025