Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United telur augljóst að Ruben Amorim stjóri Manchester United sé ekki hrifin af Rasmus Hojlund og Josuha Zirkzee framherjum liðsins.
Neville dregur þennan punkt fram eftir helgina þar sem báðir voru á bekknum og miðjumaðurinn Kobbie Mainoo byrjaði sem fremsti maður.
Framherjarnir hafa ekki verið að ná að skora mörk fyrir Amorim og virðist stjórinn vera að missa trúna.
„Hann verður að einfalda hlutina, honum er líklega ekki vel við Hojlund og telur að Zirkzee sé ekki nógu góður. Hann verður að velja annan þeirra, þetta er hópurinn sem hann er með,“ segir Neville.
„Þetta getur ekki haldið svona áfram, þeir verða að spila betur. Það er sorgleg staða að horfa á Manchester United í dag.“