fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard og sádiarabíska félagið Al-Ettifaq ákváðu í síðustu viku að slíta samstarfi sínu. Það er þegar farið að orða Liverpool goðsögnina við önnur störf.

Gerrard tók við Al-Ettifaq sumarið 2023 og fékk til að mynda til sín Jordan Henderson og Gini Wijnaldum. Árangur var þó ekki eftir væntingum í tíð Gerrard í Sádí.

Áður en Gerrard tók við Al-Ettifaq stýrði hann Rangers og Aston Villa. Þó illa hafi gengið á Englandi vann kappinn skoska meistaratitilinn með Rangers vorið 2021.

Rangers myndi taka Gerrard opnum örmum í framtíðinni samkvæmt Ally McCoist, goðsögn félagsins sem bæði lék með og stýrði því.

„Ég sé Rangers ekki skipta um stjóra á allra næstunni en eftir árangur Gerrard þar, að vinna deildina, væri möguleiki að hann kæmi aftur. Það er hlýtt hugsað til hans hjá Rangers því hann vann mikilvægan titil með félaginu,“ segir McCoist, sem í dag starfar sem sparkspekingur.

Eins og aftur áður situr Rangers í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar sem stendur, 10 stigum á eftir Celtic. Belginn Philippe Clement er stjóri liðsins.

Gerrard var í gær einnig óvænt orðaður við Carlisle í ensku D-deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Í gær

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga
433Sport
Í gær

Félag í neðstu deild vill ráða Steven Gerrard til starfa

Félag í neðstu deild vill ráða Steven Gerrard til starfa