Marcus Rashford sér fyrir sér að spila utan Englands á næstu leiktíð samkvæmt fréttum frá Englandi.
Rashford gekk í raðir Aston Villa á láni frá Manchester United í janúar, en hann var engan veginn inni í myndinni undir stjórn Ruben Amorim á Old Trafford.
Villa hefur möguleika á að kaupa Rashford á 40 milljónir punda í sumar, en nokkuð ljóst þykir að hann snýr allavega ekki aftur til United.
Samkvæmt nýjustu fréttum sér Rashford hins vegar fyrir sér að kveikja á ferli sínum með Villa og fara svo utan landsteinanna.
Rashford var til að mynda orðaður við stórliðin AC Milan og Barcelona í janúar.