Tyrrel Malacia bakvörður Manchester United losnaði frá félaginu í gær sem fór á láni til PSV í gær til að reyna að spila meira en hann hefur verið að gera.
Malacia var meiddur í meira en heilt ár og hefur ekki náð flugi eftir meiðslin.
„Ég er ánægður að vera hérna, ég er loksins að spila fótbolta aftur. Ég er að koma til baka eftir erfið meiðsli, ég er loksins heill og veit að minn tími er að koma aftur,“ sagði Malacia.
„Allir erfiðir tímar verða til þess að eitthvað jákvætt kemur út úr því, ég er miklu sterkari líkamlega og andlega.“
Malacia vonast til þess að lándsvölin heppnist vel en ólíklegt er að hann eigi einhverja framtíð á Old Trafford.
„Ég er rólegri, ég er þroskaðri. Ég þekki líkama minn betur, ég ætla mér að leggja allt í sölurnar og vinna eitthvað með PSV.“