Guardian segir að veskið hjá Manchester United sé ekki bólgið af peningum og að félagið verði að selja leikmenn til að eiga fyrir þeim endurbótum sem Ruben Amorim vill fara í.
Þar segir að Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho verði til sölu í sumar líkt og þeir voru nú í janúar.
United opnaði fyrir tilboð í báða í janúar en ekki kom tilboð sem var nógu freistandi fyrir félagið að taka.
Báðir eru í stóru hlutverki hjá United en þeir eru uppaldir og það gefur United meira svigrúm á markaðnum ef uppalin leikmaður er seldur.
Chelsea hefur sýnt báðum leikmönnum áhuga en Napoli reyndi að kaupa Garnacho í janúar en launakröfur hans voru of miklar fyrir ítalska félagið.