Kristófer Orri Pétursson er genginn í raðir KR frá nágrönnunum í Gróttu.
Um er að ræða 25 ára gamlan sóknarmann sem hefur spilað með Gróttu allan ferilinn.
Kristófer gerði þrjú mörk er Grótta féll úr Lengjudeildinni í fyrra.
Tilkynning KR
Kristófer Orri Pétursson (1998) hefur skrifað undir eins árs samning við KR. Kristófer er sóknarmaður, uppalinn í Gróttu og hefur hann spilað allan sinn feril með uppeldisfélaginu, alls 200 leiki með meistaraflokk.
Við bjóðum Kristófer velkominn í KR og hlökkum til að sjá hann í röndóttu í sumar.